Krónan Granda

Krónan tók verslunina sína út á Granda nýlega í gegn og er útkoman stórglæsileg. Þar leynast einnig 3 veitingastaðir Rotisserie, Tokyo Sushi og Wok on.
Verslunartækni & Geiri tók stóran þátt í breytingunum og opnun veitingastaðana.
Helstu lausnir sem að Verslunartækni kom að:

1. Inn- og útgönguhlið frá Itab ásamt kassaborði með beltum.
2. Verslunar- og grænmetishillur frá Linovag Ladenbau sem eru iðulega nefndar Linde hillur.
3. Innkaupavagnar frá Araven og Rabtrolley, kerrunar frá báðum framleiðendum eru gerðar úr endurunnu plasti sem að kemur úr sjónum, ásamt síma festingum.
4. Kæli- og frystitæki frá Carrier með Co2 kælimiðil.
5. Plug-in kælar á endarekka frá ES System.
6. Brauð- og bakarís innréttingar frá Vitrum á Lettlandi.
7. 4ja Brennara wok eldunarvél frá Casta fyrir Wok On.
8. Yfirferð og standsetning á tækjum fyrir Rotisserie.
9. Stálborð, handlaugar, ræstiskápar, brettarekkar og tjakkar á baksvæði kom einnig frá Verslunartækni.