Greiðsluskilmálar fyrir vefverslun Verslun.is

1. Greiðsla og greiðsluform

Hægt er að greiða með greiðslukorti frá Visa og Mastercard. Þegar þú verslar skráir þú inn númer og gildistíma greiðslukortsins. Fjárhæðin gjaldfærist þann dag sem Verslunartækni ehf tiltekur sem þann dag sem kaupin fara fram. Ef óskað er eftir að greiða með bankamillifærslu er varan ekki tekin saman fyrr en greiðsla hefur borist og á það við um öll greiðsluform. Ef óskað er eftir að greiða með reikningsviðskiptum er varan ekki tekin saman fyrr en reikningsviðskipti hafa verið staðfest. Öllum pöntunum er eytt ef greiðsla berst ekki innan 2ja virkra daga eða reikningsviðskipti ekki staðist og úr því leyst.

2. Vöruafhending

Allar vörur út á land eru sendar með Flytjanda næsta virka dag, nema annað sé tekið fram. Móttakandi greiðir flutning til flutningsaðila.  Afhendingartími er 1 – 15 virkir dagar. Ef vara er ekki til getur afhending tafist um allt að 4 vikur en viðtakandi er látin vita í þeim tilfellum. Afhentingarskilmálar Flytjanda gilda fyrir allar sendar vörur.

Hægt er að fá vörur sendar innan höfuðborgarsvæðissins gegn gjaldi sem auglýst er og valið hverju sinni.

Þegar vara er sótt þá þarf að framvísa kvittun fyrir kaupum og greiðslukvittun ef um millifærslu er að ræða.

3. Skil eða vöruskipti

Almennur skilafrestur á vörum úr verslun verslun.is eru 30 dagar, nema annað sé tekið fram. Hægt er að skila vöru gegn framvísun reiknings og fær viðkomandi inneignarnótu hjá Verslunartækni.
Varan verður að vera í upprunalegum umbúðum, þær að vera heilar, hreinar og óskemmdar.
Sendingarkostnaður sem verður til við skil á vöru er á ábyrgð kaupanda. Verslunartækni ehf áskilur sér rétt til að fara yfir vöru ef um galla er að ræða.

4. Persónulegar upplýsingar

Allar persónulegar upplýsingar um kaupanda vegna notkunar á vefsvæði Verslun.is verður farið með í samræmi við lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga eins og þær eru á hverjum tíma. Verslun.is hefur hins vegar leyfi til að nýta eftirfarandi upplýsingar til markaðsrannsókna sem væntanlega leiða til betri þjónustu við kaupendur. Jafnframt áskilur seljandi sér rétt til að nýta þessar upplýsingar með samstarfsaðilum sínum í þeim tilgangi að bæta og til að bjóða fjölbreyttari þjónustu. Upplýsingar verða aftur á móti ekki látnar þriðja aðila í té.

5. Takmörkun ábyrgðar

Verslun.is veitir aðgang að vefsvæði sínu eins og þann kann að vera á hverjum tíma og ábyrgist ekki að allar upplýsingar séu réttar, tæmandi eða réttilega uppfærðar eða að virkni vefsvæðisins sé ávallt í lagi. Upplýsingar um verð og birgðastöðu geta breyst án fyrirvara og eru því ekki skuldbindandi.

Verslun.is ábyrgist ekki tjón sem kann að verða vegna notkunar á vefsvæði eða þjónustu tengdu netsvæðinu. Ábyrgðartakmörkunin nær til hvers kyns tjóns, meðal annars beint og óbeint tjón og afleitt tjón, missir gagna eða skemmdir á gögnum, missir hagnaðar eða tekna svo dæmi sé tekið.