Frida Súkkulaðikaffihús Siglufirði

Nýtt súkkulaðikaffihús

Frida Súkkulaðikaffihús við Túngötu á Siglufirði er glæsilegt og skemmtilegt heim að sækja – vandaður tækjabúnaður, smekkleg og öðruvísi hönnun innréttinga. Við mælum eindregið með heimsókn þangað, gómsætir heimalagaðir konfektmolar og heitt súkkulaði með rjóma, hvað er betra.