Öryggismyndavélar á Austurlandi

Samstarf um öryggi

Verslunartækni í samstarfi við Multitask, Fjarðarbyggð og lögregluembættið á Austurlandi hafa sett upp myndavélakerfi til styrktar löggæslu á svæðinu. Fyrstu myndavélarnar eru staðsettar á Reyðarfirði og auka öryggi íbúa og þeirra sem þar eiga ferð um. Unnið er að fleiri uppsetningum á Austurlandi

Öryggismyndavélar fyrir verkið eru frá Mobotix og Genetec, hugbúnaður frá Genetec AutoVU. Búnaðurinn er í notkun á norðurlöndunum og víða í Evrópu. Hefur notkun þessa myndavélakerfis gefið mjög góða raun erlendis til að auðvelda löggæslustörf og til forvarna.

Farið var eftir öllum kröfum persónuverndar og einungis lögreglan hefur aðgang að myndefni fyrir löggæsluverkefni.

Þegar lögreglan fær aukna hjálp með öryggismyndavélum, getum við séð fram á aukið öryggi á Austurlandi.

Einnig er víða erlendis verið að myndavélavæða lögreglubifreiðar til auka hagræðingu í umferðareftirliti.