Greinarekkar Mecalux Bito
Greinarekka er hægt að fá í flestum stærðum og gerðum sama hvort það séu greinar öðru megin eða báðu megin og henta þeir vel fyrir langa hluti sem að eru ekki á brettum t.d. timburbúnt, prófíla eða plötur.
Greinarekkar eru ávallt sérpantaðir til að uppfylla allar burðakröfur.
Það sem við þurfum að vita til að gefa tilboð í greinarekka er:
- Hvað er verið að fara setja í greinarekkan?
- Hversu stór og þung er varan?
- Hversu hár á rekkinn að vera og hvað er mikið pláss hugsað fyrir rekkan?
- Hillu (greina) fjöldi sem óskað er eftir?
- Verður rekkinn inni eða úti?
Við sjáum um að útvega teikningar til staðfestingar og að koma efninu í þínar hendur!
Sölumenn geta mætt á svæðið og mælt fyrir rekkum á stór Höfuðborgarasvæðinu.